Vegur um Gálgahraun
Forseti á fund með Reyni Ingibjartssyni þar sem gerð var grein fyrir sjónarmiðum Hraunavina og annars áhugafólks um verndun Gálgahrauns, náttúru og menningarminja. Mikilvægt sé að framkvæmdir á þessu svæði leiði ekki til þess að fórnað sé stöðum sem hafa mikið gildi í menningar- og listasögu Íslendinga og að hin einstæða náttúra Álftaness sé varðveitt í þágu komandi kynslóða.