Veftré Print page English

Moskvuháskóli


Forseti heimsækir Moskvuháskóla og á fund með Victor Antonovich Sadovnichy, rektor skólans, og stjórnendum vísindastarfs, einkum á sviði Norðurslóðarannsókna og jarðfræði. Rætt var um aukið rannsóknasamstarf á Norðurslóðum og þörfina á öflugri samræðu fræðasamfélags og kjörinna fulltrúa. Þá var einnig reifuð sú hugmynd að Moskvuháskóli héldi í samvinnu við íslenska háskóla og verkfræðifyrirtæki málþing um nýtingu jarðhita á norðursvæðum Rússlands. Rektor kynnti forseta sögu skólans og sýndi honum hátíðarsal og önnur merk salarkynni hinnar frægu byggingar sem mjög setur svip á Moskvuborg. Mynd.