Veftré Print page English

Hrein orka og þróun viðskiptalífs


Forseti heldur ræðu í kvöldverði sem Adnan Amin, forstjóri Alþjóðastofnunar um hreina orku, IRENA, efnir til með meðlimum nýs viðskiptaráðs stofnunarinnar. Í því sitja áhrifamenn í viðskiptalífi frá ýmsum heimshlutum og er því ætlað að auka áhuga á þeim tækifærum sem felast í arðbærri nýtingu hreinna orkugjafa. Í ræðunni rakti forseti hvernig nýting jarðhita hefur styrkt lífskjör og efnahagslíf Íslendinga, dregið úr kostnaði við húshitun og skapað fjölþætt atvinnutækifæri svo sem í landbúnaði og ferðaþjónustu. Þá væri hlutdeild jarðhita í rafmagnsframleiðslu vaxandi og jarðhitanýtingin væri einnig orðinn grundvöllur verkefna íslenskra sérfræðinga og verkfræðinga í öðrum heimshlutum.