Veftré Print page English

IRENA – Fæðuöryggi og þurrkun matvæla


Forseti á fund með Adnan Amin, forstjóra Alþjóðastofnunar um hreina orku, IRENA (International Renewable Energy Agency), í nýjum höfuðstöðvum hennar í Abu Dhabi. Rætt var um árangur af heimsókn forstjórans til Íslands og áform um að tengja saman nýtingu jarðhita og annarra hreinna orkugjafa við eflingu fæðuöryggis og matvælaframleiðslu í þróunarlöndum. Reynsla Íslendinga af þurrkun sjávarafurða, sem áður var hent en eru nú fluttar út til Afríku, getur orðið grundvöllur að nýjum aðferðum í heitari löndum þar sem matvæli ónýtast oft innan fáeinna daga vegna skorts á geymsluúrræðum. Þá var einnig rætt um áætlanir stofnunarinnar um nýtingu hreinnar orku á fleiri sviðum og alþjóðlegt samstarf á þeim vettvangi. Mikill áhugi er á að nýta fjölþætta reynslu Íslendinga og tæknikunnáttu í þessum efnum. Mynd.