Veftré Print page English

Stærsta sólarorkuver í veröldinni


Forseti heimsækir sólarorkuverið Shams í Abu Dhabi sem verður hið stærsta í veröldinni þegar það tekur að fullu til starfa í byrjun næsta árs. Orkuverið mun framleiða 100 mW og er að flatarmáli á við um 280 fótboltavelli. Orkuverið er samstarfsverkefni Masdar, sem stofnað var á síðasta áratug í Abu Dhabi til að vinna að eflingu hreinnar orku í veröldinni, franska fyrirtækisins Total og spænska fyrirtækisins Abengoa Solar. Í verinu er á ýmsan hátt beitt nýrri tækni sem m.a. hefur verið þróuð á vegum Tækniháskóla Masdar. Forseti hefur um árabil unnið með Masdar að því að efla skilning á nauðsyn hreinnar orku en íslenskir verkfræðingar og tæknimenn unnu á sínum tíma að árangursríkum  borunum eftir jarðhita í Abu Dhabi. Með forseta í heimsókninni voru nokkrir dómnefndarmenn Zayed orkuverðlaunanna. Myndir.