Veftré Print page English

Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda


Forseti afhendir verðlaun í Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda en athöfnin fór fram í Háskólanum í Reykjavík. Þátttakendur í keppninni komu úr fjölda grunnskóla í öllum landshlutum. Í ávarpi áréttaði forseti mikilvægi nýsköpunar í samfélagi og hagkerfi 21. aldar. Hugsjónaríkir brautryðjendur hefðu ýtt þessari keppni úr vör fyrir allmörgum árum og nú væri verðlaunaafhendingin komin í Háskólann í Reykjavík. Þar með hefðu grunnskólarnir og háskólasamfélagið tekið höndum saman í nýsköpun. Það væru góð skilaboð til okkar allra. Vefsíða keppninnar.