Friðarþing skáta
Forseti flytur ávarp við upphaf Friðarþings sem Skátahreyfingin á Íslandi efnir til í tilefni af 100 ára afmæli skátastarfs á Íslandi, Reykjavík Peace Þing 2012. Forseti tók síðan þátt í pallborðsumræðum um eflingu friðarstarfs. Skátar frá 7 löndum taka þátt í friðarþinginu. Í ávarpi sínu lýsti forseti hvernig Íslendingum hefði tekist að þróa stöðu sína og samfélag frá fátækt og erlendri stjórn um miðja 19. öld til lýðveldis og framfara á síðari hluta 20. aldar án þess að vopnavaldi eða ofbeldi væri beitt. Þá væri Ísland nútímans sönnun þess að þjóðfélög gætu þrifist vel og verið örugg án hernaðarstarfsemi. Í íslenskri reynslu fælust því mikilvæg skilaboð um að aðferðir friðar, lýðræðis og samstarfs skiluðu árangri.