Veftré Print page English

Sendiherra Bretlands


Forseti á fund með Stuart William Gill, nýjum sendiherra Bretlands á Íslandi, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samband landanna á undanförnum árum og áratugum, nýja stöðu á Norðurslóðum og tengsl ríkjanna sem liggja að Norður-Atlantshafi, áhuga ríkja í öðrum í heimsálfum á auðlindum í þessum heimshluta sem og áhrifin sem opnun nýrra siglingaleiða kunna að hafa á viðskiptalíf heimsins. Þá væri einnig mikilvægt að styrkja tengsl á sviði nýsköpunar í upplýsingatækni en ýmis íslensk fyrirtæki hafa á undanförnum misserum stofnað til árangursríkrar samvinnu í Bretlandi.

 

photo