Veftré Print page English

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn


Forseti flytur ávarp á samkomu í Gamla bíói í tilefni af Alþjóða heilbrigðisdeginum. Á samkomunni voru veittir styrkir og viðurkenningar ýmsum aðilum fyrir störf að geðheilbrigðismálum og forseti afhenti Kiwanishreyfingarinnar sem byggðist á landssöfnun hennar í þágu geðheilbrigðismála. Í ávarpi sínu hvatti forseti sérstaklega til þess að vaxandi áhersla væri lögð á þarfir barna og unglinga og einnig að efla skilning aðstandenda, vina og vinnufélaga á geðrænum vandamálum nákominna einstaklinga og hvernig hægt sé að leggja þeim lið á braut til bata og farsæls lífs.