Michel Rocard. Fyrirlestur
Forseti sækir fyrirlestur Michels Rocards, fyrrum forsætisráðherra Frakka, en hann hefur á undanförnum árum verið sendiherra forseta Frakklands í málefnum heimskautanna. Fyrirlesturinn var fluttur í Hátíðasal Háskóla Íslands og fjallaði um aðild alþjóðasamfélags og ríkja utan Norðurslóða að ákvörðunum um framtíð Norðurslóða, skipan á nýtingu auðlinda svo sem fiskistofna og hvernig tryggja megi verndun umhverfis. Rocard telur að opnun siglingaleiða vegna bráðnunar íss muni knýja á um víðtæka alþjóðlega samvinnu varðandi skipulag slíkra siglinga og byggingu mannvirkja sem þá yrðu nauðsynleg.