Veftré Print page English

Evrópsk tónskáld


Forseti tekur á móti sveit evrópskra tónskálda sem sækja fund tónskáldasamtakanna ECSA sem haldinn er á Íslandi. Í ávarpi áréttaði forseti mikilvægi tónmenntunar strax á fyrstu skólaárum nýrra kynslóða. Sú ákvörðun fyrir nokkrum áratugum að gera tónlistarkennslu að skyldunámsgrein í grunnskólum hefði á okkar tíð skilað fjölþættu og skapandi tónlistarlífi. Slíkt væri vitnisburður um að í sérhverju samfélagi byggju hæfileikar til nýsköpunar og menningar. Með samstöðu og markvissri menntastefnu myndu slíkir hæfileikar nýtast til aukinnar fjölbreytni.