Veftré Print page English

Landsþing Kvenfélagasambands Íslands


Forseti flytur ávarp við upphaf landsþings Kvenfélagasambands Íslands sem haldið er í Keflavík. Umræðuefni þingsins er „Félagsauður og heilsa hönd í hönd“. Í ávarpi fjallaði forseti um framlag kvenfélaga til samstöðu í byggðum landsins og meðal þjóðarinnar, í bæjum, þorpum og til sveita. Hann tók dæmi af Kvenfélaginu Von á Þingeyri og rakti einnig rannsóknir við Harward Háskóla sem sýna að félagsauður skiptir mestu máli þegar þjóðir þurfa að ná sér eftir áföll. Í þeim efnum hafa kvenfélög og störf þeirra skipt Íslendinga miklu máli.