Veftré Print page English

Heimsókn Davids Milibands


David Miliband, fyrrum utanríkisráðherra Bretlands, heimsækir Ísland í þessari viku í boði forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar en þeir voru fyrr á þessu ári meðal ræðumanna á Heimsþingi um höfin sem vikuritið The Economist efndi til í Singapore. David Miliband er meðal þekktustu stjórnmálaleiðtoga sinnar kynslóðar og var utanríkisráðherra og umhverfisráðherra í ríkisstjórn Tony Blair og um árabil áhrifamaður í stefnumótun flokksins. Hann flytur fyrirlestur í Hátíðasal Háskóla Íslands miðvikudaginn 26. sept kl. 12:00. Fyrirlesturinn, sem ber heitið The Future of Europe: Economics, Politics and Identity (Framtíð Evrópu — efnahagslíf, stjórnmál og sjálfsmynd), er opinn öllum almenningi og er hann liður í fyrirlestraröðinni Nýir straumar sem forseti Íslands stofnaði til fyrir nokkrum árum. Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Háskóla Íslands. Fréttatilkynning.