Íslensk tunga á tölvuöld
Forseti á fund með Eiríki Rögnvaldssyni, Trausta Kristjánssyni og Jóni Guðnasyni um nauðsyn þess að Íslendingar geti nýtt móðurmálið í samskiptum við tölvur. Í þeim efnum þarf bæði að styrkja bein samskipti talaðs máls við tölvur en unnið hefur verið að þeim verkefnum í samvinnu við Google sem og að tryggja að málfarsforrit og samheitasöfn og önnur slík hjálpartæki séu til reiðu á íslensku máli.