Veftré Print page English

Kaþólskir biskupar á Norðurlöndum


Forseti tekur á móti kaþólskum biskupum á Norðurlöndum sem halda samráðsfund í Reykjavík. Rætt var um stöðu kaþólsku kirkjunnar á Norðurlöndum, aukin verkefni vegna fjölgunar innflytjenda frá kaþólskum löndum og tengsl við ríki og aðrar kirkjudeildir. Þá var einnig fjallað um sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur og ferð forseta ásamt Snæfellingum til Rómar þar sem páfinn tók á móti sams konar styttu af Guðríði og er á heimaslóðum hennar á Snæfellsnesi. Forseti hvatti til þess að efnt yrði til málþinga um stöðu kirkju og trúar á Norðurlöndum fyrstu aldir eftir kristnitöku og samstarfs við háskóla og rannsóknarstofnanir innan kaþólsku kirkjunnar í Evrópu.