Sendinefnd frá Whole Food
Forseti tekur á móti sendinefnd frá Whole Food verslunarkeðjunni í Bandaríkjunum sem sérhæfir sig í gæðamatvælum. Rætt var um markað fyrir íslenskt lambakjöt, fisk og grænmeti vestanhafs þar sem neytendur meta sjálfbærni og tengsl við náttúruna æ meir. Hópurinn hefur heimsótt sveitir Íslands, fylgst með smölun af fjalli og vinnslu kjötafurða.