Rótarýþing. Harpa hafsins
Forseti flytur hátíðarræðu á landsþingi Rótarý sem haldið er á Ísafirði. Umræðuefni þingsins er hafið og í ræðu sinni fjallaði forseti um mikilvægi nýtingar hafsins í sögu Vestfjarða og Íslendinga en reifaði ískyggilegar horfur á eyðingu auðlinda úthafanna vegna ofveiði og mengunar, vék að heimsþingi um höfin sem The Economist hélt fyrr á þessu ári og samstarfi við Google um eftirlit með veiðum. Þá nefndi forseti einnig upphaf Rótarýklúbbsins á Ísafirði og lýsti ýmsum persónum og atvikum frá æskudögum á Ísafirði þar sem stofnendur Rótarýklúbbsins komu við sögu. Ræða forseta.