Veftré Print page English

Þjálfun jöklafræðinga. Rannsóknir


Forseti á fund með jöklafræðingunum Guðfinnu Th. Aðalgeirsdóttur, Helga Björnssyni og Þorsteini Þorsteinssyni og Hilmari Braga Janussyni, sviðsforseta við Háskóla Íslands, og Árna Snorrasyni veðurstofustjóra um þjálfun ungra jöklafræðinga frá Himalajasvæðinu en tveir indverskir jöklafræðingar luku slíkri þjálfun á Íslandi fyrr á þessu ári. Einnig var rætt um víðtækt alþjóðlegt samstarf á sviði jöklarannsókna, Norðurslóðarannsókna og annarra rannsóknarverkefna sem fjalla um afleiðingar af hlýnun loftslags og bráðnun jökla og íss fyrir veðurfar og lífsskilyrði víða um heim.