Veftré Print page English

Kína og Norðurslóðir


Forseti á fund með Agli Þór Níelssyni sem tók þátt í leiðangri kínversku heimskautastofnunarinnar um Norðurslóðir. Rætt var um komu leiðangursins og ísbrjótsins Snædrekans til Íslands og vísindaleg málþing sem haldin voru í Háskóla Íslands og á Akureyri, framtíðarverkefni í rannsóknum á Norðurslóðum og hvernig samstarf við vísindasamfélagið getur aukið þekkingu á bráðnun íss og breytingum á hafsvæðum. Slík þekking er afar mikilvægur þáttur í auknu samstarfi á Norðurslóðum.