Veftré Print page English

Forvarnardagurinn


Forseti á fund með samstarfsaðilum Forvarnardagsins um skipulag hans í október. Forvarnardagurinn hefur í áraraðir verið haldinn í grunnskólum landsins og í fyrra bættust framhaldsskólarnir við. Aðilar Forvarnardagsins hafa að auki verið sveitarfélögin í landinu, Reykjavíkurborg, ÍSÍ, UMFÍ og Skátahreyfingin. Actavis hefur verið bakhjarl verkefnisins frá upphafi og Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík hafa skipulagt daginn á undanförnum árum og unnið úr þeim gögnum sem fram hafa komið á umræðufundum nemenda. Rannsóknir og greining vinnur reglubundið að mælingum á fíkniefnanotkun í skólum landsins.