Lisa Murkowski
Forseti ræðir við bandríska þingmanninn Lisu Murkowski sem situr í öldungadeild Bandaríkjaþings fyrir hönd Alaskaríkis. Rætt var um vaxandi samstarf á Norðurslóðum, aukin tengsl Íslands og Alaska, nýtingu jarðhita í Alaska og áhuga ríkja í Asíu á málefnum Norðurslóða. Bandaríkin taka við formennsku í Norðurskautsráðinu árið 2015 og forystumenn Alaskaríkis hafa þegar hafið umræður um áherslur þess tímabils þegar Bandaríkin verða í forsæti ráðsins. Lisa Murkowski situr næstu daga fund þingmanna Norðurslóðaríkja sem haldinn er á Akureyri. Sendiherra Bandaríkjanna, Luis E. Arreaga, tók einnig þátt í viðræðunum.