Háskólinn á Akureyri 25 ára
Forseti flytur ávarp á hátíðarsamkomu í tilefni af 25 ára afmæli Háskólans á Akureyri. Í ávarpinu þakkaði forseti frumkvöðlum að stofnun háskólans en þrír fyrrverandi menntamálaráðherrar, Sverrir Hermannsson, Ingvar Gíslason og Tómas Ingi Olrich, sem allir komu að stofnun skólans, voru viðstaddir athöfnina. Þá áréttaði forseti framlag Háskólans til þróunar landsbyggðar og til þjálfunar starfsmanna á sviði menntunar og heilsugæslu. Einnig hefur skólinn rutt brautir í rannsóknum á náttúru og atvinnulífi landsbyggðar og skapað sér mikilvægan sess í málefnum Norðurslóða. Sá þáttur væri nú þegar burðarás í stöðu Íslands á vettvangi Norðurslóða og myndi treysta mjög þennan nýja grundvallarþátt í utanríkisstefnu Íslendinga.