Sendiherra Kanada
Forseti á fund með sendiherra Kanada, Alan Bones, sem senn lætur af störfum. Rætt var um vaxandi samskipti landanna, einkum í tengslum við málefni Norðurslóða. Lega Íslands, Grænlands, Kanada og Alaska á vestursvæði Norðurslóða skapaði fjölþætta sameiginlega hagsmuni. Hin ríku tengsl við íslensk samfélög í Kanada hefðu einnig á síðari árum veitt nýjum kynslóðum innsýn í sameiginlega arfleifð. Á fundinum kom fram ríkur áhugi stjórnvalda í Kanada á að styrkja sambandið við Ísland og efla samvinnu á mörgum sviðum.