Menning og list á norðurhveli. Sýning á Akureyri
Forseti er viðstaddur opnun sýningarinnar Ars borealis sem haldin er í Ketilhúsinu - sjónlistamiðstöðinni á Akureyri. Sýningin er helguð kynningu á sögu, menningu og list fólks sem býr á Norðurslóðum, lífi þess og baráttu við náttúruöflin. Í stuttu ávarpi þakkaði forseti Akureyrinugm fyrir að efna til slíkrar sýningar því mikilvægt væri að menning og listræn arfleifð íbúa Norðurslóða væri ríkur þáttur í umræðu um framtíðina. Í sýningunni taka þátt auk Íslendinga listamenn og hönnuðir frá Færeyjum, Grænlandi, Alaska og öðrum svæðum Norðurslóða.