Veftré Print page English

Hátíðarfundur bæjarstjórnar Akureyrar


Forseti er viðstaddur hátíðarfund bæjarstjórnar Akureyrar sem haldinn er í menningarhúsinu Hofi í tilefni af 150 ára afmæli bæjarins. Í hófi að fundi loknum flutti forseti stutt ávarp, færði Akureyringum heillaóskir þjóðarinnar og lýsti hvernig saga Akureyrar endurspeglaði meginþætti í framförum Íslendinga, allt frá tímum sjálfstæðisbaráttunnar til vaxandi hlutverks Akureyrar í þróun Norðurslóða. Bær sem hafi í upphafi borið svipmót danskra áhrifa hafi á síðustu áratugum orðið fyrirmynd á mörgum sviðum, bær mennta, íþrótta, umhverfisverndar, útivistar, vísinda og rannsókna. Einnig nefndi forseti þátt samvinnuhreyfingarinnar og verkalýðshreyfingarinnar í sögu bæjarins.