Samræða um Norðurslóðir
Forseti flytur lokaávarp á Norðurslóðaþingi sem haldið er í Alaska, Arctic Imperative Summit. Í ávarpinu áréttaði forseti nauðsyn þess að finna skipulag til að tengja saman alla þá sem taka þátt í hinni víðtæku samræðu sem nú fer fram á fjölda sviða um framtíð Norðurslóða. Á þinginu kom fram ríkur vilji til að finna slíkar leiðir enda er brýn nauðsyn á að allir þeir mörgu aðilar sem nú láta til sín taka á sviði Norðurslóðamála geti ræðst við á opinn og lýðræðislegan hátt.