Norðfjarðargöng
Forseti ræðir við fulltrúa baráttuhóps um gerð Norðfjarðarganga. Rætt var um grjóthrun í Oddsskarðsgöngum, slæmt ástand þeirra almennt og hættur sem íbúarnir búa við af þeim sökum. Fulltrúar baráttuhópsins ítrekuðu nauðsyn þess að vegafé væri varið til brýnna verkefna og rökin fyrir gerð Norðfjarðarganga væru að þeirra dómi afdráttarlaus ólíkt rökum fyrir öðrum framkvæmdum sem afráðnar hefðu verið.