Veftré Print page English

CCTV


Forseti ræðir við fréttamann kínversku sjónvarpsstöðvarinnar CCTV um gildi leiðangurs Xuelong fyrir vísindasamvinnu Íslendinga og Kínverja, hvernig hann getur aukið skilning okkar og annarra þjóða á bráðnun íss á Norðurslóðum og þeim hættum sem hún hefur í för með sér fyrir efnahagslíf og lífsskilyrði í öllum heimshlutum. Jafnframt þakkaði forseti Hu Jintao, forseta Kína, og Wen Jiabao forsætisráðherra sem og Xi Jinping varaforseta fyrir vináttuvott þeirra í garð Íslendinga og vísindasamfélagsins á Íslandi með því að taka þá ákvörðun að senda þennan vísindaleiðangur um norðurleiðina frá Kína til Íslands.