Xuelong. Heimsókn
Forseti heimsækir kínverska ísbrjótinin Xuelong sem siglt hefur frá Kína til Íslands um norðausturleiðina og fer um Norðurpólinn til baka. Forseti ræddi við stjórnendur leiðangursins sem lýstu rannsóknum og vísindastarfi sem fram hefur farið á Xuelong. Bráðnun íss á Norðurslóðum og áhrif þeirra breytinga á veðurfar og efnahagslíf í Kína og öðrum heimshlutum eru meginskilaboð leiðangursmanna. Þá skoðaði forseti vistarverur skipverja, rannsóknarstofur og tækjabúnað. Ítrekaður var áhugi Heimskautastofnunar Kína á víðtæku samstarfi við íslenska vísindamenn. Myndir.