Veftré Print page English

Snædrekinn. Málþing


Forseti tekur þátt í málþingi íslenskra og kínverskra vísindamanna í tilefni af siglingu kínverska ísbrjótsins Snædrekans (Xuelong) um Norðurpólinn og norðausturleiðina. Um 60 kínverskir vísindamenn taka þátt í leiðangrinum og verða nokkur rannsóknarverkefni þeirra kynnt á málþinginu sem fram fer í hátíðasal Háskóla Íslands. Þar fjalla íslenskir vísindamenn einnig um rannsóknir sínar á hafís, eldvirkni og haffræði Norðurslóða. Tveir íslenskir vísindamenn taka þátt í ferð Snædrekans. Forseti flytur lokaávarp á málþinginu. Fréttatilkynning.