Veftré Print page English

Íslensk matvælatækni í Kína


Forseti á fund með forystumönnum kínverska matvælafyrirtækisins Dalian Tianbao Green Foods sem gert hefur víðtæka samninga um kaup á tækjum frá Marel til notkunar við fiskvinnslu og aðra matvælaframleiðslu í Kína. Að þeirra dómi er íslensk tækni sú besta sem völ er á og getur stuðlað að betri nýtingu matvæla í Kína en framboð á matvælum verður eitt helsta vandamál Kínverja á komandi áratugum.