Veftré Print page English

Biskupsvígsla. Kvöldverður


Forseti situr kvöldverð á Sauðárkróki í boði biskups Íslands Agnesar Sigurðardóttur. Í ávarpi fagnaði forseti þeim tímamótum sem fælust í vígslu Sólveigar Láru til Hólabiskups í kjölfar vígslu Agnesar Sigurðardóttur til biskups Íslands. Þá ræddi forseti sterk tengsl kirkju og samfélags. Táknrænt væri að tvær konur sem nú gegndu biskupsembættum hefðu þjónað í litlum sóknum; önnur í sjávarbyggð og hin til sveita. Þjóðkirkjan byggi að sterkri lýðræðishefð sem birtist í áhrifum safnaða og fólksins í landinu á kjör presta og biskupa. Mikilvægt væri að varðveita þessa lýðræðishefð kirkjunnar og byggja á hinum sterku tengslum samfélags og kirkju enda þjóðkirkjan samofin menningu, sögu og siðrænum viðhorfum Íslendinga.