Veftré Print page English

Ólympíuleikarnir


Forseti og forsetafrú verða viðstödd setningu Ólympíuleikanna í London á morgun, föstudaginn 27. júlí. Síðdegis í dag heimsækja þau Ólympíuþorpið, heilsa upp á íslensku keppendurna, þjálfara og fararstjóra, og verða ásamt forystu Íþrótta- og Ólympíusambandsins viðstödd sérstaka athöfn þar sem Ísland er boðið velkomið til leikanna.
Áður en setningarathöfnin hefst á morgun munu forsetahjónin ásamt öðrum þjóðhöfðingjum vera í boði Elísabetar II Englandsdrottningar í Buckinghamhöll.
Á laugardag og sunnudag munu forsetahjónin fylgjast með keppni íslenskra þátttakenda, m.a. fyrsta leik handboltaliðsins sem fram fer á sunnudagsmorgun.