Veftré Print page English

Landsmót skáta


Forseti er við setningu Landsmóts skáta sem haldið er á Úlfljótsvatni og flytur ávarp. Í því færði forseti skátahreyfingunni heillaósir í tilefni af aldarafmæli hreyfingarinnar á Íslandi, þakkaði framlag skáta til þjóðlífs og mannlífs í byggðarlögum, uppeldis og þjálfunar nýrra kynslóða.  Jafnframt minntist forseti  þátttöku sinnar í skátastarfi á yngri árum, bæði í skátahreyfingunni á Ísafirði og í Landnemum í Reykjavík. Áður en setningin hófst heilsuðu forsetahjónin upp á fjölda skáta í tjaldbúðum en rúmlega 600 erlendir skátar og um 700 íslenskir sækja mótið.