Veftré Print page English

PopTech


Forseti á fund með Andrew Zolli, stofnanda og stjórnanda PopTech, um árangur ráðstefnunnar sem haldin var í Hörpu í lok síðasta mánaðar. Einnig var rætt um hvernig Ísland geti í auknum mæli orðið vettvangur fyrir umræður og samskipti þeirra sem vinna að nýsköpun, upplýsingatækni eða hönnun og vilja á einhvern hátt leggja grunn að farsælli framtíð. Aðstandendur PopTech hafa ríkan áhuga á að halda fleiri ráðstefnur á Íslandi og efna hér til margvíslegra atburða.