Saga handboltans
Forseti tekur við fyrsta eintaki sögu handknattleiks á Íslandi á árunum 1920-2010 á Bessastöðum. Verkið er tvö veigamikil bindi og höfundur þess, Steinar J. Lúðvíksson, flutti ávarp við þetta tækifæri. Það gerði einnig Júlíus Hafstein, heiðursforseti HSÍ, en fyrrverandi formenn HSÍ hafa haft forgöngu um ritun sögunnar. Í ávarpi sagði forseti að saga handknattleiksins væri einnig þjóðarsaga því engin íþrótt hefði náð að sameina þjóðina jafn vel. Sigur landsliðsins á Ólympíuleikunum hefði einnig verið viðburður í sögu leikanna því aldrei fyrr hefði fámenn þjóð unnið til verðlauna í liðsíþrótt. Vefsíða HSÍ.