Veftré Print page English

Sendinefnd frá Google


Forseti á fund með sendinefnd frá Google sem heimsækir Ísland í boði hans. Tilgangur ferðarinnar er að kanna grundvöll að samstarfi sem tryggt getur ábyrgara eftirlit með veiðum á höfum heims og hvernig upplýsingatækni og reynsla Íslendinga getur nýst í þessum efnum. Sendinefndin átti viðræður við fyrirtæki á sviði upplýsingatækni og í sjávarútvegi, Siglingamálastofnun, Hafrannsóknastofnun, Vaktstöð siglinga og fleiri aðila. Niðurstaða heimsóknarinnar var að vinna grundvöll að áætlun um slíkt samstarf á næstu mánuðum og misserum.