IRENA
Forseti á fund með framkvæmdastjóra IRENA, Alþjóðastofnunar um endurnýjanlega orku, Adnan Amin, sem heimsækir Ísland til að kynna sér nýtingu hreinnar orku, einkum jarðhita. Forsetinn hefur nokkrum sinnum átt fund með Amin í höfuðstöðvum stofnunarinnar í Abu Dhabi og hvatt hann til að heimsækja Ísland enda megi marga lærdóma draga af þróun orkunýtingar á Íslandi, sérstaklega fyrir þróunarlönd. Á fundinum var rætt um enn frekari samvinnu íslenskra sérfræðinga, stofnana og fyrirtækja við IRENA og verkefni víða um heim. Einnig kynnti forseti Amin greinargerð um nýtingu jarðvarma til að þurrka sjávarafurðir. Mynd.