Veftré Print page English

Indverskir jöklafræðingar


Forseti á fund með indversku jöklafræðingunum Vinay Kumar Gaddam og Yogesh Karyakarte sem stunda framhaldsþjálfun við Háskóla Íslands. Fundinn sátu einnig jöklafræðingarnir Helgi Björnsson og Þorsteinn Þorsteinsson sem og Dagfinnur Sveinbjörnsson þróunarhagfræðingur. Þegar forseti tók við Nehruverðlaununum árið 2010 tilkynnti hann að verðlaunafénu yrði varið til að þjálfa unga, indverska jöklafræðinga á Íslandi í því skyni að efla þekkingu og rannsóknir á bráðnun jökla og vatnsbúskap á Himalajasvæðinu. Vinay og Yogesh eru fyrstu þátttakendurnir í þessu verkefni og eru afar ánægðir með þá þjálfun og fræðslu sem þeir hafa hlotið við Háskóla Íslands.