Sanngirnisbætur
Forseti á fund með Albert Wium Sigurðssyni og Steinari Sörenssyni um greiðslur sanngirnisbóta til þeirra sem urðu fyrir misgerðum sem höfðu varanlegar andlegar og líkamlegar afleiðingar á upptöku- og meðferðarheimilum á fyrri tíð. Lýstu þeir framgangi máls Alberts og hve langan tíma hefur tekið að fá endanlega niðurstöðu; einnig greindu þeir frá samskiptum við tengilið vegna vistheimila, sýslumann og úrskurðarnefnd.