Veftré Print page English

Hængsmótið á Akureyri


Forseti sækir Hængsmótið á Akureyri en það er nú haldið í þrítugasta sinn. Á þessu íþróttamóti keppa fatlaðir, þroskaheftir og seinfærir íþróttamenn og hefur Lionsklúbburinn Hængur staðið fyrir því frá upphafi en mótið er árlega aðalviðburður í viðamiklu sjálfboðastarfi klúbbsins. Forsetahjónin voru heiðursgestir á mótinu og fylgdust með keppni í íþróttahúsinu, bæði fyrir hádegi og eftir hádegi, og sóttu hátíðarsamkomu um kvöldið.