Nýr gjaldmiðill
Forseti á fund með Manuel Hinds, fyrrum fjármálaráðherra El Salvador og aðalráðgjafa forseta landsins er El Salvador tók einhliða upp bandaríkjadollar sem gjaldmiðil landsins. Sú ákvörðun var tekin fyrir rúmum áratug og hefur að dómi Hinds treyst efnahagskerfi landsins í sessi og bætt lífskjör alls almennings. Lýsti hann meðal annars óformlegum viðræðum við stjórnvöld í Bandaríkjunum áður en ákvörðunin var tekin. Einnig áréttaði hann nauðsyn þess að lífskjör almennings og ævisparnaður venjulegs fólks væri tryggður með gjaldmiðli sem héldi gildi sínu þrátt fyrir áföll og sveiflur í hagkerfinu. Manuel Hinds hefur skrifað bækur um þessa reynslu sem hlotið hafa lof forystumanna og sérfræðinga í efnahagsmálum og hagsögu, eins og t.d. Lawrence Summers, fyrrum fjármálaráðherra Bandaríkjanna, og Niall Ferguson, prófessors við Harvard háskóla sem er höfundur heimsþekktra bóka um þróun peningakerfa og alþjóðlega hagþróun. Hinds heimsækir Ísland í boði VÍB.