Hátíðarkvöldverður Lions
Forseti sækir hátíðarkvöldverð Lions í tilefni af 60 ára afmæli hreyfingarinnar á Íslandi. Kvöldverðurinn var haldinn að loknu afmælisþingi samtakanna. Í ávarpi þakkaði forseti Lionshreyfingunni fyrir viðamikið framlag hennar til íslensks samfélags, velferðar og mannlífs í byggðum landsins. Fulltrúar hreyfingarinnar hefðu líka borið víða hróður Íslands í hinni öflugu samvinnu sem Lionsfélagar um heim allan hafa staðið fyrir á undanförnum áratugum. Einnig flutti ávarp Wing-Kun Tam, heimsforseti Lionshreyfingarinnar.