Alþjóðaforseti Lions. Afmælisár
Forseti á fund með alþjóðaforseta Lions, Wing-Kun Tam, sem heimsækir Ísland ásamt sendinefnd í tilefni af 60 ára afmæli Lionshreyfingarinnar á Íslandi. Hann er fyrsti alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar sem kemur frá Kína en á undanförnum árum hafa verið stofnaðir um 500 Lionsklúbbar í Kína. Rætt var um árangur af starfi Lions á Íslandi, framlag hreyfingarinnar til margvíslegra velferðarmála sem og öflugt starf hennar í mörgum byggðarlögum. Þá greindi alþjóðaforsetinn frá framlagi hreyfingarinnar til baráttu gegn loftslagsbreytingum með því að gróðursetja nokkrar milljónir trjáa víða um heim. Þátttaka Lions í baráttunni gegn blindu og augnsjúkdómum sem og nýleg barátta gegn mislingum í þróunarlöndum hefur einnig sett svip á starf hreyfingarinnar. Á fundinum var einnig fjölmennur hópur forystumanna Lionshreyfingarinnar á Íslandi.