Veftré Print page English

Heimsþing matreiðslumanna


Forseti tekur upp ávarp sem flutt verður á Heimsþingi matreiðslumanna sem haldið verður í Kóreu í byrjun næsta mánaðar. Heimssamtökin telja um tíu milljónir matreiðslumanna í rúmlega 90 löndum og hefur Gissur Guðmundsson verið forseti þeirra undanfarin ár. Ávarpið verður flutt í tengslum við umræður um fæðuöryggi, "How to feed the planet?" Auk forseta munu Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna, forseti Slóveníu, Danilo Türk, og tónlistarmaðurinn Bono flytja ávörp í upphafi umræðnanna. Ávörpin verða flutt í vídeóformi. Ávarp forseta