Veftré Print page English

Ferðamál á Norðurslóðum


Forseti á fund með stjórnendum Icelandair um vaxandi samvinnu í ferðamálum á Norðurslóðum, m.a. í kjölfar viðræðna forseta við vararíkisstjóra Alaska, Mead Treadwell, og funda með Sven-Olof Lindblad, stjórnanda Lindblad Excursions, en það fyrirtæki sérhæfir sig í náttúruskoðun víða um heim. Einnig var fjallað um kosti Íslands sem fundarstaðar og ráðstefnulands í kjölfar samvinnu forseta við Andrew Zolli sem efnir til PopTech! ráðstefnunnar á Íslandi í lok júní.