Sundmót. Ásgeirsbikarinn
Forseti afhendir Ásgeirsbikarinn fyrir mesta afrekið á Íslandsmeistaramótinu í sundi sem fram fór um helgina. Bikarinn var gefinn í minningu um Ásgeir Ásgeirsson forseta Íslands en hann var mikill stuðningsmaður sundíþróttarinnar. Að þessu sinni hlaut Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi bikarinn en hún hefur sett nokkur Íslandsmet og vann sér inn rétt til þátttöku í Ólympíuleikunum. Mörg Íslandsmet féllu á Íslandsmeistaramótinu og sýndi það mikinn árangur af starfi Sundsambandsins a´undanförnum árum.