Veftré Print page English

Loftslagsbreytingar. Suðurskautslandið


Forseti flytur erindi i málstofu sem menntastofnunin Keilir á Vallarsvæðinu efndi til. Í erindinu lýsti forseti áhrifum af ferð til Suðurskautslandsins þar sem áhrifaríkir vísindamenn sem stundað hafa rannsóknir á svæðinu í áratugi lýstu breytingum á meginlandsjöklum Suðurskautslandsins. Einnig flutti Sigurður Eyberg fyrirlestur á vegum Climate Reality Project sem Al Gore fyrrum varaforseti Bandaríkjanna veitir forystu. Nemendur Keilis og annað áhugafólk á Suðurnesjum sótti málþingið. Að erindunum loknum svaraði forseti fyrirspurnum.