Veftré Print page English

Heimsmeistaramót í íshokkí


Forseti flytur ávarp í upphafi heimsmeistaramóts í íshokkí sem fram fer í Skautahöllinni í Laugardal. Liðin sem mynda þann riðil sem keppt er í á Íslandi eru frá Íslandi, Nýja Sjálandi, Króatíu, Serbíu, Eistlandi og Spáni. Í ávarpi sínu minntist forseti m.a. á hina frækilegu framgöngu Fálkanna, liðsins sem Vesturíslendingar mynduðu í Winnipeg á öðrum áratug síðustu aldar en það lið vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum 1920. Ánægjulegt væri í ljósi þessarar sögu hve íshokkííþróttin hefði eflst hér á landi á síðustu árum.