easyJet á Íslandi
Forseti á fund með Carolyn McCall forstjóra easyJet og sendinefnd flugfélagsins sem heimsækir Ísland í tilefni þess að easyJet hefur nú reglulegt flug milli Bretlands og Íslands. Rætt var um tækifæri ferðaþjónustunnar á Íslandi, náttúru, menningu og samfélag, aukinn fjölda ferðamanna á síðari árum og fjölþætta upplifun sem í boði er á Íslandi. easyJet er tíunda stærsta flugfélag í veröldinni með um tvö hundruð flugvélar sem fljúga á 600 flugleiðum til þrjátíu landa.